Home Fréttir Í fréttum 22.06.2021 Svalbarðseyri, sjóvarnir 2021

22.06.2021 Svalbarðseyri, sjóvarnir 2021

204
0
Mynd: svalbardsstrond.is

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sjóvarnir á Svalbarðseyri. Verkið felst í endurröðun og lengingu á sjóvörnum á Svalbarðsströnd. Annars vegar er um aða ræða styrkingu og lengingu á sjóvörn norðan hafnar um 217 m, þar af 100 m í endurbyggingu. Og hins vegar sjóvörn norðan tjarnar, alls um 100 m í tveimur hlutum.

<>

Helstu magntölur:

  • Lenging og lagfæring sjóvarnar norðan hafnar, grjót úr námu samtals um 1.000 m³ og endurröðun um 450 m³..
  • Sjóvörn norðan tjarnar um 100 m, grjót úr námu alls um 800 m³

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 8. júní í 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. júní 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.