Nýr áfangi við uppbyggingu í Vitaborg í miðborginni er að hefjast með endurbyggingu gamalla húsa við Hverfisgötu 88 og 90.
Húsin eru hluti af gamla þorpinu en húsið Hverfisgata 90 var ónýtt, þar með talið burðarvirkið, að sögn Atla Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Rauðsvíkur.
Vitaborg sækir nafn sitt í vitaþorpið sem nefnt var eftir gamla vitanum sem Vitastígur heitir eftir.
Fyrsti áfanginn í Vitaborg fór í sölu vorið 2019 en um var að ræða 70 íbúðir á Hverfisgötu 85-93.
Heimild: Mbl.is