Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg braut lög um útboð

Reykjavíkurborg braut lög um útboð

144
0
Í Borgartúni eru LED-ljósastaurar. Árni Sæberg

Reykja­vík­ur­borg braut gegn laga­skyldu sinni til útboðs með samn­ing­um við Orku nátt­úr­unn­ar ohf. (ON) um LED-væðingu götu­lýs­ing­ar í borg­inni.

<>

Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la, en auk tveggja millj­óna króna stjórn­valds­sekt­ar lagði nefnd­in fyr­ir borg­ina að bjóða verkið út.

Fyr­ir rétt rúmu ári síðan kærðu Sam­tök iðnaðar­ins (SI) þjón­ustu­samn­inga á milli Reykja­vík­ur­borg­ar og ON er vörðuðu rekst­ur, viðhald og LED-væðingu ljósastaura í Reykja­vík til kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la.

Fram kom í gögn­um sem lögð voru fyr­ir nefnd­ina að borg­in hefði greitt ON tæp­ar 84 millj­ón­ir króna frá árs­byrj­un 2020 til 30. apríl 2021 fyr­ir rekst­ur, viðhald og end­ur­nýj­un götu­lýs­ing­ar­inn­ar. SI kröfðust þess að samn­ing­arn­ir yrðu lýst­ir óvirk­ir og að lagt yrði fyr­ir Reykja­vík­ur­borg að bjóða út verkið.

Und­an­tekn­ing­ar­á­kvæði átti ekki við

Í úr­sk­urði kær­u­nefnd­ar­inn­ar seg­ir að tengsl Reykja­vík­ur­borg­ar og ON hafi ekki verið þess eðlis að und­an­tekn­ing­ar­regla 13. gr. laga um op­in­ber inn­kaup, sem fjall­ar um op­in­bera samn­inga sem ekki er skylt að bjóða út, ættu við.

„Þar sem inn­kaup­in voru ekki boðin út verður lagt til grund­vall­ar að varn­araðili hafi brotið gegn skyldu sinni til útboðs sam­kvæmt 4. mgr. 23. gr. laga [um op­in­ber inn­kaup],“ seg­ir þar enn frem­ur. Þannig hafi viðskipti Reykja­vík­ur­borg­ar við ON verið útboðsskyld.

Þrátt fyr­ir að leggja stjórn­valds­sekt á borg­ina lýsti kær­u­nefnd­in samn­ing­ana ekki óvirka, og vísaði því til rök­stuðnings í eðli samn­ings­sam­bands borg­ar­inn­ar og ON sem fram fór inn­an ramma þjón­ustu­samn­ings frá ár­inu 2010. Af því sam­bandi að dæma kom ekki til greina að beita óvirkj­un­ar­heim­ild sem finna má í 1. mgr. 115. gr. laga um op­in­ber inn­kaup.

Ekki hald­bær­ar rök­semd­ir fyr­ir nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi

Hvað kröfu SI um að borg­inni yrði skylt að bjóða út verkið að viðlögðum dags­sekt­um skýrði nefnd­in niður­stöðu sína með því að skipta LED-væðingu götu­lýs­ing­ar í Reykja­vík í tvo meg­inþætti.

Ann­ars veg­ar kaup á LED-lömp­um og hins veg­ar kaup á þjón­ustu við upp­setn­ingu þeirra. Fyr­ir lá að ramma­samn­ing­ur um kaup á lömp­um væri í gildi, en ekki var ákvæðum um út­skipt­ingu og upp­setn­ingu lamp­anna til að dreifa í hon­um.

Nefnd­in mat það svo að Reykja­vík­ur­borg hefði ekki fært fram hald­bær­ar rök­semd­ir fyr­ir því að ekki væri unnt að bjóða út þjón­ustu tengda út­skipt­ingu og upp­setn­ingu LED-lampa né að brýn­ir al­manna­hags­mun­ir stæðu því í vegi að breyt­ing­ar yrðu gerðar á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi, eins og borg­in hafði byggt á í vörn sinni.

Var Reykja­vík­ur­borg því gert að bjóða fyrr­greinda þjón­ustu út og greiða bæði millj­ón krón­ur í máls­kostnað til SI og tvær millj­ón­ir í stjórn­valds­sekt eins og áður seg­ir.

Heimild: Mbl.is