Home Fréttir Í fréttum Steypusílóin á Sævarhöfða standa áfram

Steypusílóin á Sævarhöfða standa áfram

184
0
Steypusílóin á Sævarhöfða verða tákn sjálfbærni. Reykjavíkurborg

Steypusíló­in á Sæv­ar­höfða standa áfram, fá nýtt líf og verða tákn sjálf­bærni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg um niður­stöður í alþjóðlegu hönn­un­ar­sam­keppn­inni Rein­vent­ing Cities sem kynnt­ar voru í morg­un.

<>

Hönn­un­art­eymi sem sam­an­stend­ur af Maríusi Þóri Jónas­syni og Sig­ríði Ósk Bjarna­dótt­ur hjá VSÓ Ráðgjöf, Krist­björgu Maríu Guðmunds­dótt­ur hjá MStudio og Birni Gunn­laugs­syni hjá Íslensk­um fast­eign­um bar sig­ur úr být­um í keppn­inni að þessu sinni og veitti Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri þeim viður­kenn­ingu í morg­un.

Hönn­un­art­eymið kall­ar til­lögu sína Vaxt­ar­hús og hef­ur hringrás­ar­hag­kerfið að leiðarljósi. Í for­send­um sam­keppn­inn­ar voru þátt­tak­end­ur hvatt­ir til að sýna fram á skap­andi hugs­un og bjarta framtíðar­sýn með grænt og vist­vænt borg­ar­um­hverfi í huga.

Vinn­ingstil­lag­an ger­ir ráð fyr­ir borg­ar­bú­skap, veit­ingastað og lif­andi sam­fé­lags­miðju í ört stækk­andi Bryggju­hverfi.

Maríus Þórir Jónas­son, Sig­ríður Ósk Bjarna­dótt­ir, Krist­björg María Guðmunds­dótt­ir og Björn Gunn­laugs­son báru sig­ur úr být­um í keppn­inni að þessu sinni. Reykja­vík­ur­borg

Í kynn­ingu sinni sögðu verðlauna­haf­arn­ir að hug­mynd­irn­ar gerðu ráð fyr­ir að draga veru­lega úr kol­efn­is­los­un miðað við hefðbundna hönn­un með því að end­ur­nota bygg­ing­ar og bygg­ing­ar­efni, hanna bygg­ing­arein­ing­ar til að taka í sund­ur, nota um­hverf­i­s­væn efni á borð við svo­kallaða „græna steypu“ og að lág­marka orku­notk­un.

„Svæðið hef­ur ríka steypu­sögu og það eru mik­il tæki­færi að vinna með þenn­an efnivið. Þarna er mik­il steypa og frá­bært ef hægt er að nota hana áfram. Það er til mik­ils að vinna ef við get­um gert steypu um­hverf­i­s­vænni og sýnt fram á að það sé hægt,“ seg­ir Sig­ríður Ósk Bjarna­dótt­ir.

Heimild: Mbl.ish