Home Fréttir Í fréttum Fok­held íbúð til sölu á 500 millj­ón­ir króna

Fok­held íbúð til sölu á 500 millj­ón­ir króna

153
0
Við Bryggju­götu. Mikið út­sýni er yfir höfn­ina frá þess­ari horn­í­búð sem­kost­ar hálf­an millj­arð. Neðar í hús­inu er sýn­inga­r­í­búð á 249 millj­ón­ir. mbl.is/​Arnþór Birk­is­son

Fyrstu íbú­arn­ir eru nú að koma sér fyr­ir á Aust­ur­höfn við Hörpu og hafa selst íbúðir fyr­ir um millj­arð króna í hús­un­um sex.

<>

Alls 71 íbúð er á Aust­ur­höfn og kosta þær allt að hálf­um millj­arði króna.

Gunn­ar Thorodd­sen, stjórn­ar­formaður hjá Íslensk­um fast­eign­um, seg­ir íbúa munu hafa þjón­ustu­full­trúa sem verður þeim inn­an hand­ar um ýmis verk.

Til viðbót­ar sé hægt að kaupa enn meiri þjón­ustu frá fyr­ir­tæk­inu ERT Concier­ge, til dæm­is við ferðaleiðsögn og veislu­höld.

Ofan á það geti íbú­ar fengið þjón­ustu Reykja­vík Ed­iti­on-lúx­us­hót­els­ins á sér­kjör­um en það verður opnað í sum­ar.

Þá til dæm­is fengið leigðan kokk, fengið send­an morg­un­verð og látið sjá um þrif en íbú­arn­ir munu hafa aðgang að hót­el­stjóra.

Spurður um mark­hóp­inn fyr­ir íbúðir sem kosta hundruð millj­óna seg­ir Gunn­ar horft til inn­lendra og er­lendra kaup­enda.

„Það er ljóst, ef horft er í skatt­fram­töl, að fjöl­marg­ir Íslend­ing­ar hafa efni á að eiga svona íbúðir,“ seg­ir Gunn­ar en ít­ar­lega er rætt við hann um verk­efnið í ViðskiptaMogg­an­um í dag.

Heimild: Mbl.is