óskar eftir umsóknum í gagnvirku innkaupakerfi þjónustu iðnaðarmanna
Innkaupadeild Landspítala, f.h. Landspítala, óskar eftir aðilum til þátttöku í innkaupakerfi um þjónustu iðnaðarmanna í tilfallandi verkefnum á sviði iðngreina.
Óskað er þátttöku iðnsveina, meistara og fyrirtækja sem starfa á þessum vettvangi. Um er að ræða gagnvirkt innkaupakerfi (DPS) um viðhaldsþjónustu iðnaðarmanna/fyrirtækja.
Innkaupakerfið skiptist í eftirfarandi sjö hluta iðngreina. Sækja skal um aðgengi að þeim hluta iðngreina innan innkaupakerfisins sem umsækjandi vill verða þátttakandi að.
1. Húsasmíði (Trésmíði)
2. Málun
3. Dúklagning og veggfóðrun
4. Múrverk
5. Rafvirkjun, smáspenna og lágspenna
6. Pípulagnir
7. Blikksmíði
Innan hverrar iðngreinar eru hæfisflokkar hvað varðar reynslu og menntun, en gerðar eru mismiklar kröfur um reynslu og menntun eftir eðli og umfangi verkefna sem nánar verða tilgreind í lokuðum örútboðum innan kerfisins og framkvæmd verða innan viðkomandi flokka.
Ekki liggur fyrir hvað verður keypt á grundvelli samningsins og felur samningurinn ekki í sér loforð um ákveðið magn viðskipta.
Um er að ræða gagnvirkt innkaupakerfi sem er samningur um kaup á þjónustu aðila sem samþykktir hafa verið inn í kerfið með þeim skilyrðum sem fram koma í útboðsgögnum.
Þjónustusvið Landspítala (LSH) annast rekstur, viðhald og endurbætur á húsnæði spítalans alls um 150 þús. m², dreift á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Landspítali starfrækir verkstæði í flestum faggreinum með launamönnum og meisturum í viðkomandi iðngrein, alls um 35 starfsmenn.
Spítalinn telur nauðsynlegt að styrkja þann hóp með aðkeyptum verktökum til að mæta sveiflum í viðhaldi og framkvæmdum.
Hjá spítalanum starfa meistarar í raflögnum, pípulögnum, málaraiðn og trésmíði. Aðrar iðngreinar sem koma til starfa á spítalanum þar sem LSH er ekki með eigin meistara eru dúkarar, múrarar og blikksmiðir.
Útboðsgögn afhent frá: 21.04.2021 kl. 18:58
Opnun tilboða verður þann: 29.04.2021 kl. 23:59