Home Fréttir Í fréttum Viðgerð á húsi OR kosti um 2 millj­arða

Viðgerð á húsi OR kosti um 2 millj­arða

118
0
Hús Orku­veit­unn­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mats­menn sem fengn­ir voru til að meta galla á vest­ur­bygg­ingu höfuðstöðva Orku­veitu Reykja­vík­ur benda á að gall­arn­ir hafi komið í ljós skömmu eft­ir að húsið var vígt á vor­mánuðum 2003.

<>

Um það vitni skrif­leg­ar heim­ild­ir frá 2004.

Mats­menn­irn­ir gagn­rýna ýmsa þætti í fram­kvæmd­inni.

Meðal ann­ars hafi glugga­kerfi frá dönsk­um fram­leiðanda ekki verið prófað í sam­ræmi við verk­lýs­ingu.

Þá er gagn­rýnt að fram­leiðandi glugga­kerf­is­ins skuli ekki hafa komið að síðustu viðgerðinni á bygg­ing­unni á ár­un­um 2015-2016.

Telja þeir full­reynt að gera við vest­ur­bygg­ing­una.

Úrbæt­ur muni kosta ríf­lega 1,9 millj­arða, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is