Home Fréttir Í fréttum Eitt besta ár Húsa­smiðjunn­ar

Eitt besta ár Húsa­smiðjunn­ar

99
0
Starfsmaður í timb­ursölu við störf á úti­svæði.

Bygg­ing­ar­vöru­versl­un­in Húsa­smiðjan velti rúm­um 20 millj­örðum í fyrra og hagnaður fyr­ir skatta var rúm­ar 900 millj­ón­ir. Velta fyr­ir­tæk­is­ins jókst um rúm 7% á milli ár­anna 2020 og 2019 og seg­ir for­stjóri fé­lags­ins, Árni Stef­áns­son, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann að fyr­ir utan árið 2007 hafi síðasta ár verið eitt það besta í rekstr­in­um síðustu 20 ár. Árni seg­ir fé­lagið standa sterkt og eig­in­fjár­hlut­fall sé yfir 50%. Niðurstaðan sé mjög ánægju­leg.

<>
Árni Stef­áns­son seg­ir að enn sé nóg að gera í Húsa­smiðjunni og haldi fram sem horf­ir verði árið í ár ekki lak­ara en það síðasta.

Árni rifjar upp í sam­tali við blaðamann að slæm vetr­ar­veður og inn­reið kór­ónu­veirunn­ar til Íslands hafi sett mark sitt á fyrsta árs­fjórðung í fyrra. „Sam­komutak­mark­an­ir upp á aðeins 20 manns í hverju hólfi höfðu tölu­verð áhrif á rekst­ur­inn í upp­hafi far­ald­urs­ins. Marg­ar okk­ar versl­ana eru stór­ar og sjö fast­eign­ir sem fé­lagið er með í rekstri eru til dæm­is meira en fimm þúsund fer­metr­ar að flat­ar­máli. Þegar leið á árið var þó aðeins slakað á og tekið skyn­sam­legt til­lit til stærðar versl­ana í regl­um um sam­komutak­mark­an­ir,“ seg­ir Árni.

Tók við sér í apríl

Hann seg­ir að velta fyr­ir­tæk­is­ins hafi tekið við sér um miðjan apríl enda hafi marg­ir verið heima við vegna sam­komutak­mark­ana sem brot­ist hafi fram í mikl­um fram­kvæmd­um og end­ur­bót­um fólks á heim­il­um og sum­ar­hús­um. Það hafi hald­ist út árið og haft góð áhrif á um­svif Húsa­smiðjunn­ar. „Bjart­sýni bygg­ing­ar­verk­taka jókst líka tölu­vert þegar lifnaði aft­ur við í sölu nýrra íbúða sl. haust og fram á vet­ur­inn. Núna er skort­ur á fram­boði lóða í út­hverf­um á skyn­sam­legu verði það sem helst virðist hamla ný­fram­kvæmd­um.“

Árni Stef­áns­son seg­ir að enn sé nóg að gera í Húsa­smiðjunni og haldi fram sem horf­ir verði árið í ár ekki lak­ara en það síðasta.

Af­greiðslur Húsa­smiðjunn­ar voru um tvær millj­ón­ir í fyrra en þrátt fyr­ir svo mik­inn fjölda af­greiðslna seg­ir Árni að ekk­ert kór­ónu­veiru­smit hafi verið rakið til starf­sem­inn­ar. Starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins eru um 500 og ár­leg stöðugildi um 380. Húsa­smiðju­versl­an­irn­ar eru 16 tals­ins. „Net­versl­un­in marg­faldaðist reynd­ar hjá okk­ur í fyrra en er enn þá aðeins brot af heild­ar­velt­unni.“

Góðar horf­ur fyr­ir árið

Árni seg­ir að enn sé nóg að gera í Húsa­smiðjunni og haldi fram sem horf­ir verði árið í ár ekki lak­ara en það síðasta. „Það er mik­il eft­ir­spurn eft­ir timbri og öðrum bygg­ing­ar­vör­um. Það er þó áhyggj­efni að sjá að áhrifa veirunn­ar er alls ekki hætt að gæta og erfitt að sjá fyr­ir fram hvar áhrif­in verða mest á fram­leiðslu­getu birgja og flutn­ingskeðjur.“

Heimild: Mbl.is