Home Fréttir Í fréttum Upp­steypa í full­um gangi

Upp­steypa í full­um gangi

152
0
Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Góður gang­ur er á vinnu við upp­steypu og und­ir­stöður í grunni meðferðar­kjarn­ans við bygg­ingu nýs Land­spít­ala.

<>

Unnið er meðal ann­ars af full­um krafti þessa dag­ana að móta­upp­slætti og járna­bend­ingu en und­ir­stöðurn­ar voru steypt­ar í síðustu viku að því er fram kem­ur í Fram­kvæmda­frétt­um NLSH um stöðu og fram­gang verk­efn­is­ins.

Haft er eft­ir Ey­steini Ein­ars­syni, staðar­verk­fræðingi hjá NLSH, að helstu verkþætt­ir sem nú eru í gangi við upp­steyp­una séu áfram­hald­andi þrif á klöpp og þrifa­lags­steyp­ur. Sam­hliða þessu standi yfir vinna við jarðskaut og fljót­lega hefj­ist síðan vinna við fyll­ing­ar og lagn­ir í grunn­in­um.

Haft er eft­ir Kai West­p­hal, fram­kvæmda­stjóra steypu, fram­leiðslu og dreif­ingu hjá Steypu­stöðinni, að gengið hafi vel að steypa fyrstu al­vöru und­ir­stöðurn­ar sem sé stór áfangi í verk­efn­inu.

Nú er Steypu­stöðin búin að af­greiða milli 1.800 og 1.900 rúm­metra frá upp­hafi í þetta verk­efni við Land­spít­al­ann.

Heimild: Mbl.is