Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í verkið: Botn – Gatnagerð.
Um er að ræða jarðvinnu fyrir gatnagerð, bílastæði og gönguleiðir við Friðarhöfn, milli Strandvegar og Eiði. Einnig er um að ræða jarðvinnu og lagnavinnu við regnvatnslagnir sem og jarðvinnu fyrir götuljósastrengi.
Helstu magntölur eru:
- Gröftur 12000 m3
- Aðkeyrð fylling 3800 m3
- Upprif malbik 1030 m2
- Upprif steypu 750 m2
- Burðarlag – gata 3750 m2
- Burðarlag – bílastæði og göngul. 2050 m2
- Skurður – fráveitulagnir 450 m
- Skurður – götuljósastrengir 350 m
- Fráveitulagnir – Ø150 450 m
- Niðurföll 13 stk.
Verkinu skal að fullu lokið 30.06.2021
Útboðsgögn verð afhent rafrænt og skulu þeir, sem óska eftir útboðsgögnum fyrir verk þetta, senda tölvupóst á netfangið brynjaro@mannvit.is. Í tölvupósti skal koma fram nafn tengiliðs vegna útboðsins, símanúmer, netfang og nafn fyrirtækis. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 25. febrúar 2021.
Tilboðum skal skila rafrænt á netfangið brynjaro@mannvit.is eigi síðar en kl. 14:00 mánudaginn 15. mars. 2021. Tilboðin verða opnuð á fjarfundi kl. 14:30 sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.