Eigendur Bogabrautar 960 og 961, Heimstaden 900 ehf. hafa óskað heimildar frá Reykjanesbæ til að fjölga íbúðum í fyrrnefnda húsinu í 36 úr 10 í samræmi við uppdrátt OMR verkfræðistofu.
Á meðal breytinga sem þarf að framkvæma til þess að ná þessum fjölda íbúða er að breyta geymslum og dagrýmum sem fyrir eru í smáíbúðir, segir í umsögn sem fylgdi erindinu.
Málið var rætt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs sveitarfélagsins.
Ráðið telur að gera þurfi grein fyrir bílastæðaþörf á sameiginlegu bílastæði fyrir Bogabraut 960 og 961 og var erindinu því frestað.
Heimild: Sudurnes.net