Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verk, segir uppsteypu á nýjum höfuðstöðvum Landsbankans við Hörpu ganga prýðilega. Um það bil 75% af verkinu sé nú lokið.
ÞG verk varð hlutskarpast í útboði um uppsteypu á húsinu sem verður um 16.500 fermetrar, að meðtöldum bílakjallara.
Niðurstaða útboðsins lá fyrir í ágúst 2019 og hófst uppsteypan í september sama ár. Stefnt er að því að ljúka henni í júlí.
Þorvaldur segir eftir að steypa tvær til þrjár hæðir á suðurhlutanum, sem snýr að Hafnartorgi, og svo eina til tvær hæðir í öðrum áföngum.
Suðurhluti höfuðstöðvanna verður hæsti hluti byggingarinnar sem er lægri norðanmegin við Hörpu. Sameiginlegur bílakjallari verður undir Hörpu, höfuðstöðvum Landsbankans og Hafnartorgi með stæðum fyrir alls um 1.100 bíla.
Heimild: Mbl.is