F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Hlemmur og nágrenni, endurgerð. Hönnun, EES útboð nr. 15075
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00 þann 26. janúar 2021. Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 26. febrúar 2021.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2020
Yfirlit yfir verkið:
Verkið felst í hönnun á endurgerð Hlemms og nágrennis.
Um er að ræða endurgerð götu- og torgrýmis með svipuðum hætti og hefur verið gert á miðborgarsvæði Reykjavíkur á undanförnum árum.
Ýmist er um að ræða forhönnun, for- og fullnaðarhönnun eða fullnaðarhönnun eingöngu. Yfirlit yfir svæði sem hanna skal er að finna á uppdráttum í fylgigögnum.
Reiknað er með að gangstéttar verði hellulagðar með snjóbræðslu og akbrautir malbikaðar.
Gert er ráð fyrir snjóbræðslu í allt Hlemmtorg og Rauðarárstíg norðan Hlemmtorgs.
Veitukerfi verða endurnýjuð.
Við hönnun þarf að taka mið af því að öll veitukerfi sem nú þegar eru til staðar verði virk meðan á framkvæmdum stendur.
Á Hlemmtorgi leggur verkkaupi til landslagsarkitekt og þarf hönnun Hlemmtorgs að vinna í nánu samstarfi við hann. Landslagsarkitekt ákveður efnisval og ýmsar útfærslur varðandi yfirborðsfrágang í samráði við verkkaupa og ráðgjafa.
Nánar tiltekið, felst hönnunarverkefnið m.a. í eftirfarandi:
• Hönnun á götum, þ.m.t. á gangstéttum, hjólastígum, upphækkuðum gönguleiðum og gatnamótum.
• Hönnun á Hlemmtorgi (í samvinnu við landslagsarkitekt verkkaupa).
• Hönnun á undirstöðum fyrir götugögn.
• Endurnýjun og breytingar á veitukerfum fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu og rafveitu í samráði við Veitur ohf. Reiknað er með að Gagnaveita Reykjavíkur og Míla annist hönnun á sínum kerfum.
• Hönnun snjóbræðslu.
• Hönnun á gatna- og torglýsingu.
• Hönnun á skiltun og yfirborðsmerkingum.
• Hönnun vinnusvæðamerkinga.
Þá skal ráðgjafi gera útboðsgögn vegna framkvæmda og fella inn gögn, s.s. verklýsingar og teikningar, frá veitufyrirtækjum (Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu) og landslagsarkitekt verkkaupa (á Hlemmtorgi) og sjá um samræmingu útboðsgagna. Einnig skal ráðgjafi gera útboðsgögn fyrir framkvæmdaeftirlit.
Gera skal kostnaðaráætlun fyrir heildarverkið og kostnaðaráætlanir og efnislista yfir það sem verkkaupi leggur til fyrir hvert framkvæmda- og eftirlitsútboð.
Hönnun skal vera í samræmi við gildandi kröfur, staðla og aðrar reglur sem í gildi eru.
Einnig ber að hafa náið samráð við alla aðila sem að málinu koma, svo sem verkefnisstjóra verkkaupa, landslagsarkitekt verkkaupa (á Hlemmtorgi), veitufyrirtæki og skrifstofur Umhverfis- og skipulagssviðs.
Reikna þarf með aðkomu Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu ehf. eða aðila á þeirra vegum við hönnun lagnakerfa. Fyrirtækin leggja ráðgjafa til yfirlitsteikningar um núverandi lagnir sínar. Einnig þarf ráðgjafi að færa inn teikningar og verklýsingar landslagsarkitekts á Hlemmtorgi.
Áhersla er lögð á samvinnu gatnahönnuðar og landslagshönnuðar varðandi almennar útfærslur, yfirborðshönnun og yfirborðsfrágang gangstétta, hjólreiðastíga og gatna.
Sérstakt samráð skal ráðgjafi hafa við landslagsarkitekt á vegum verkkaupa varðandi almennar útfærslur, yfirborðshönnun og yfirborðsfrágang Hlemmtorgs. Einnig þarf að hafa samráð við landslagsarkitekt á vegum verkkaupa varðandi hönnun á blágrænum ofanvatnslausnum á Hlemmtorgi.
Helstu magntölur sem áætlaðar eru í verkinu eru eftirfarandi:
Lengd gatna 470 m
Torg 7.600 m2
Fráveitulagnir (tvöfalt kerfi) 2.800 m
Vatnsveitulagnir 3.200 m
Hitaveitulagnir (tvöfalt kerfi) 3.200 m
Raflagnir (skurðlengd) 3.200 m
Gatnalýsing 470 m
Torglýsing 7.600 m2
Snjóbræðsla 13.000 m2
Fjöldi útboðsgagna fyrir framkvæmdaverk 6 stk
Fjöldi útboðsgagna fyrir eftirlitsverk 6 stk