Veitur óska tilboða í endurnýjun kafla í aðveituæð hitaveitu frá Deildartungu að Akranesi (HAB lögnin) á árinu 2021.
Verkið skal vinna á tímabilinu frá 1. febrúar 2021 til. 1. desember 2021. Yfirborðsfrágangi og sáningu skal lokið 1. júli 2022.
Kaflarnir sem um ræðir eru eftirfarandi:
Fyrsti kaflinn er í gegnum land Ausu að Hvanneyri, þar sem endurnýjað verður um 1km af hitaveitulögn og 750m af kaldavatnslögn.
Vegna skilmála Umhverfisstofnunar er óheimilt að vinna á svæðinu við Andakíl (Ausa og Hvanneyri) frá 27. mars til 3. maí og á haustin frá 1. september til 27. október vegna viðkomu farfugla. Hafa skal samband við landvörð UST áður en framkvæmdir hefjast.
Annar kafli er við Grjóteyri í gegnum land Grjóteyrar, Skógarkots og Klausturtungu. Lengd þessa kafla er um 3 km.
Fjarlægja skal núverandi asbestlögn, brunna, festur og öll tengd mannvirki ásamt frágangi á jarðvegi á þessum köflum þegar verktaki hefur lokið við að leggja nýjar lagnir.
Útboðsgögn hafa verið gerð aðgengileg án endurgjalds á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur