Fyrsta steypan rann í nýbyggingu skrifstofuhúss á Alþingisreit og var byrjað á tækni- og lyftugryfju, að því er segir í tilkynningu frá skrifstofu Alþingis.
Flatarmál aðalbyggingarinnar verður 5.073 fermetrar að viðbættum 1.307 fermetra bílakjallara en heildarkostnaðaráætlun hússins er um 4,5 milljarðar króna án verðbóta. Búist er við að verkinu verði lokið í apríl 2023.
Samningur við ÞG verktaka um þriðja áfanga byggingar fimm hæða skrifstofuhúss var undirritaður 18. nóvember sl. en í þeim áfanga felst uppsteypa og fullnaðarfrágangur.
Gert er ráð fyrir að samtals muni þurfa 4.485 rúmmetra af steypu í bygginguna, mótafletir verði 19.925 fermetrar, steypustyrktarstál 465.000 kg og glerveggir 692 fermetrar.
Þá verða settir 142 gluggar og 187 innihurðir en upplýsingaspjöld hafa verið sett á girðingu kringum framkvæmdasvæðið, sem ættu að gefa vegfarendum hugmynd um nýbygginguna á Alþingisreitnum.
Heimild: Mbl.is