Home Fréttir Í fréttum Stefnt á framkvæmdir við garða á Seyðisfirði næsta vor

Stefnt á framkvæmdir við garða á Seyðisfirði næsta vor

363
0
Mynd: Fyrirhugaðar varnir á Seyðisfirði
Unnið er að hönnun þriggja snjóflóðavarnargarða neðan Bjólfs á Seyðisfirði. Markmiðið er að hægt verði að bjóða verkið út og hefja framkvæmdir á næsta ári ef fjárheimildir leyfa.

Í fjárlagafrumvarpi voru framlög til ofanflóðavarna meira en tvöfölduð eftir að mjög var gagnrýnt að tekjur af ofanflóðagjaldi hefðu um langt árabil ekki verið nýttar til framkvæmda.

<>

Hafsteinn Pálsson, starfsmaður ofanflóðasjóðs, gerir ráð fyrir að garðarnir þrír á Seyðisfirði verði boðnir út í heilu lagi. Af því sé talsvert hagræði og líklega verði byrjað á ysta garðinum.

Einnig er unnið að hönnun fjórða áfanga snjóflóðavarna í Neskaupstað en óvíst hvenær ráðist verður í framkvæmdir.

Ofanflóðasjóður er með fleiri verkefni á dagskrá á næsta ári svo sem upptakastoðvirki á Siglufirði, í og við Lambeyrará á Eskifirði og þá á að ljúka þriðja áfanga í Neskaupstað undir Urðarbotnum.

Framkvæmdir hófust við tvo garða á Patreksfirði á þessu ári og lýkur að óbreyttu árið 2023.

Að auki er fjöldi ólokinna verkefna í undirbúningi: á Patreksfirði, Bíldudal, Hnífsdal, Eskifirði og í sunnanverðum Seyðisfirði svo eitthvað sé nefnt.

Heimild: Ruv.is