Framkvæmdir í Vogabyggð við Elliðaárvog, einum helsta uppbyggingarreit íbúðarhúsa í Reykjavík, eru nú í fullum gangi.
Áður var á svæðinu eldra iðnaðarhverfi en það víkur nú fyrir nútímalegri byggð fjölbýlishúsa.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í lok októbermánaðar er gert ráð fyrir 1.300 íbúðum í hverfinu í gildandi aðalskipulagi en væntanlega verður mögulegt að byggja allt að 1.900 íbúðir í Vogabyggð.
Heimild: Mbl.is