Home Fréttir Í fréttum Tug­ir millj­arða í nýja Hamra­borg

Tug­ir millj­arða í nýja Hamra­borg

370
0
Ný Hamra­borg. Á þess­ari til­lögu er gert ráð fyr­ir skauta­svelli ofan á gjánni. Teikn­ing/​ONNO/​PK arki­tekt­ar

Áformuð end­ur­gerð Hamra­borg­ar í Kópa­vogi mun kosta tugi millj­arða og skapa fjölda starfa.

<>

Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri Kópa­vogs seg­ir raun­hæft að hefja upp­bygg­ingu á svo­nefnd­um Fann­borg­ar­reit á næsta ári.

Það er eitt fimm fyr­ir­hugaðra upp­bygg­ing­ar­svæða við Hamra­borg.

Við upp­bygg­ing­una víkja meðal ann­ars þrjár skrif­stofu­bygg­ing­ar í Fann­borg 2, 4 og 6. Þeirra í stað koma nokkr­ar ný­bygg­ing­ar, allt að 12 hæða háar, sem munu gjör­breyta ásýnd Hamra­borg­ar­inn­ar.

Á næsta reit við hliðina, Traðarreit vestri, munu rísa 13 bygg­ing­ar.

Skapa á nýj­an miðbæ en á jarðhæðum verða versl­an­ir og þjón­usta. Sam­an­lagt verða um 550 íbúðir á þess­um tveim­ur reit­um, eða tæp­lega tvö­falt fleiri en í Skugga­hverf­inu í Reykja­vík.

Séu hin þrjú upp­bygg­ing­ar­svæðin tal­in með gætu yfir þúsund íbúðir risið við Hamra­borg.

Ármann seg­ir í ít­ar­legu viðtali við ViðskiptaMogg­ann að hug­mynd­in sé að Hamra­borg verði aft­ur sterk­ur miðbær, líkt og fyr­ir hálfri öld.

Heimild: Mbl.is