Home Fréttir Í fréttum Fjallabyggð hafnaði eina tilboðinu í viðbyggingu við sundlaugina

Fjallabyggð hafnaði eina tilboðinu í viðbyggingu við sundlaugina

145
0
viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði. Mynd: Fjallabyggð

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að hafna eina tilboðinu sem barst í viðbyggingu Íþróttamiðstöðvarinnar á Siglufirði.

<>

Tilboðið sem barst var uppá 263.888.268 kr. sem er 19% yfir kostnaðaráætlun verksins.

Ástæða höfnunar er að tilboð sem barst var töluvert hærra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir, ákvörðunin er einnig tekin í ljósi mikillar óvissu í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Frá þessu var fyrst grein á vef Fjallabyggðar og í fundargerð.

Heimild: Hedinsfjordur.is