Home Fréttir Í fréttum Skát­ar nema land við Rauðavatn

Skát­ar nema land við Rauðavatn

147
0
Við Rauðavatn. Mynd­in sýn­ir hvernig bygg­ing­un­um verður komið fyr­ir. Efst á mynd­un­um sjást bygg­ing­ar Morg­un­blaðsins og miðla Árvak­urs.

Hug­mynd­ir að deili­skipu­lagi nýrr­ar skátamiðstöðvar við Há­deg­is­móa norðan Rauðavatns eru til kynn­ing­ar í borg­ar­kerf­inu.

<>

Eins og fram kom í frétt í Morg­un­blaðinu í mars sl. fékk Banda­lag ís­lenskra skáta vil­yrði hjá Reykja­vík­ur­borg fyr­ir lóð und­ir nýj­ar höfuðstöðvar við Há­deg­is­móa 3. Lóðin er tal­in henta skáta­hreyf­ing­unni afar vel til næstu ára­tuga.

„Skáta­hreyf­ing­in er upp­eld­is­hreyf­ing sem stefn­ir að því að hver skáti læri smám sam­an á þroska­ferli sín­um frá barns­aldri til full­orðins­ára að vera sjálf­stæður, virk­ur, ábyrg­ur og að láta gott af sér leiða í sam­fé­lag­inu,“ eins og seg­ir í kynn­ingu á skát­a­starf­inu.

28 starf­andi skáta­fé­lög eru í land­inu með um 2.500 virka fé­laga. Höfuðstöðvar Banda­lags ís­lenskra skáta eru nú við Hraun­bæ í Reykja­vík en þar er orðið þröngt um starf­sem­ina.

Hið nýja svæði er við bakka Rauðavatns og jaðar Hólms­heiðar. Það er tæp­lega 24 þúsund fer­metr­ar að stærð, hall­ar á móti suðri að vatn­inu og er hæðarmun­ur tæp­ir 10 metr­ar. Þetta eru tal­in mik­il­væg svæði til úti­vist­ar og yf­ir­lýst stefna borg­ar­inn­ar að þróa þau áfram á þann hátt.

Útivist, íþrótt­ir og leik­ir eru þunga­miðja skát­a­starfs­ins og því fell­ur sú starf­semi vel að mark­miðum aðal­skipu­lags á þessu svæði.

Svæðið teng­ist vel úti­vist­ar­svæðinu á Hólms­heiði, sem hef­ur átt aukn­um vin­sæld­um að fagna. Í brekk­unni við Rauðavatn hafa staðið sum­ar­hús og gróður­inn mynd­ar því fer­köntuð form sem fylgja fyrr­ver­andi lóðamörk­um. Tals­verður trjá­gróður er á svæðinu, aðallega víðir, greni og birki.

Þessi mynd sýn­ir lóðina eins og hún er í dag.

Gunn­ar Berg­mann Stef­áns­son arki­tekt hjá gb Design og Björn Jó­hanns­son, lands­lags­arki­tekt hjá Ur­ban Beat, hafa unnið hug­mynd­ir að deilu­skipu­lagi svæðis­ins. Bygg­ing­ar og lands­lag eru út­færð sam­tím­is

þannig að gróður­inn held­ur sér að lang­mestu leyti og svæðið get­ur því nýst skát­un­um afar vel við leiki og störf og auðvelt verður að setja upp tjald­búðir. Á mynd­in­um hér að ofan sést vel hvernig arki­tekt­arn­ir hafa látið lands­lagið og bygg­ing­arn­ar mynda eina sam­fellda heild.

Fimm bygg­ing­ar á svæðinu
Gert er ráð fyr­ir fimm bygg­ing­um á svæðinu. Í aðal­bygg­ingu verða höfuðstöðvar Banda­lags ís­lenkra skáta. Þetta verður tveggja hæða hús, að há­marki 600 fer­metr­ar. Þarna verða skrif­stof­ur, kaffi­hús og versl­un.

Sunn­ar á svæðinu verða tveir svefn­skál­ar fyr­ir 20 manns hvor, allt að 150 fer­metr­ar. Skemma, allt að 300 fer­metr­ar. Þar verður geymsla og ým­iss kon­ar úti­vist­ar­starf­semi. Og loks fjöl­nota­hús, allt að 200 fer­metr­ar. Þarna verður eld­hús, baðaðstaða ásamt fjöl­nota­sal.

„Ný aðstaða breyt­ir mjög miklu fyr­ir skáta. Ná­lægð við gró­in úti­vist­ar­svæði gef­ur mikla mögu­leika og Skáta­skól­inn get­ur boðið upp á mjög fjöl­breytta fræðslu. Aðstaðan mun einnig geta nýst fyr­ir úti­leg­ur og dags­ferðir yngstu skáta,“ seg­ir Marta Magnús­dótt­ir skáta­höfðingi.

Skát­ar sjái einnig fyr­ir sér að geta boðið skóla­börn­um í úti­nám á svæðinu til að upp­lifa æv­in­týri og tengsl við nátt­úr­una og þjálfa fé­lags­færni þar sem skát­ar séu jú snill­ing­ar í slíkri dag­skrá. Útil­ífsmiðstöðin skáta á Úlfljóts­vatni, sem er opin öll­um, sé í raun ekki svo langt frá Há­deg­is­mó­um og það bjóði upp á marga mögu­leika.

„Ná­lægð við nátt­úr­una er skát­a­starfi alltaf til góða svo við von­um svo sann­ar­lega að þetta gangi allt sam­an upp og við get­um byggt lát­laust og vist­vænt í sátt við nátt­úr­una á svæðinu,“ seg­ir Marta.

Deili­skipu­lagstil­laga er enn í vinnslu og eft­ir að skipu­lags­höf­und­ar henn­ar hafa skilað henni inn verður hún lögð fyr­ir ráð borg­ar­inn­ar til samþykkt­ar, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá borg­inni. Staðfesti borg­ar­ráð til­lög­una verður hún aug­lýst og þá tek­ur við hefðbund­inn sex vikna tími þar sem til­lag­an verður form­lega kynnt al­menn­ingi og hags­munaaðilum.

Að þessu ferli loknu þurfa borg­in og Banda­lag ís­lenskra skáta að ganga til samn­inga um lóðina, seg­ir Marta skát­höfðingi. Einnig er þá eft­ir að leysa hús­næðisþörf skáta­fé­lags­ins í Árbæn­um. Eng­ar fram­kvæmd­ir hefjast fyrr en búið er að hnýta alla hnúta. Upp­bygg­ing verður fjár­mögnuð með sölu á nú­ver­andi aðstöðu í Hraun­bæ.

Heimild: Mbl.is