Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Fjarðarheiðarganga. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir.
Tilgangur framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur á Austurlandi og hafa þar med jákvæð áhrif á samfélagið. Með jarðgöngum undir Fjarðarheiði verða samgöngur áreiðanlegri og öruggari.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 10. nóvember 2020 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is
Eftirtaldir aðilar hafa fengið erindið sent með beiðni um umsögn: Múlaþing, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnun, Heilbrigðiseftirlit Austurlands, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landgræðslan, Landsnet, Minjastofnun Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofa, Skógræktin, Umhverfisstofnun og Veðurstofa Íslands.
Ákvörðunar Skipulagsstofnunar um tillöguna er að vænta 23. nóvember 2020.
Sjá frekar hér á heimasíðunni.
Heimild: Vegagerðin.is