Home Fréttir Í fréttum Mjólk­ur­búið reist í miðbæ

Mjólk­ur­búið reist í miðbæ

300
0
Í nýja miðbæn­um verður skyr­sýn­ing í kjall­ara bursta­húss­ins, sem ber sama svip og bygg­ing Mjólk­ur­bús Flóa­manna sem var rif­in um 1960. Mynd: mbl.is/​Sig­urður Bogi

Heild­stæður svip­ur er nú að kom­ast á nýja miðbæ­inn sem verið er að reisa á Sel­fossi á veg­um Sig­túns – þró­un­ar­fé­lags. Bursta­bygg­ing, þar sem verður skyr­sýn­ing og -bar á veg­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar, er nú að verða fok­held og er áber­andi kenni­leiti á svæðinu.

<>

Auk skyr­set­urs­ins verða fimm veit­ingastaðir og tveir bar­ir í bygg­ingu þess­ari, sem er alls um 1.400 fer­metr­ar að flat­ar­máli; kjall­ari og tvær hæðir.

Húsið er með sama svip og lagi og vinnslu­stöð Mjólk­ur­bús Flóa­manna sem forðum daga var á Sel­fossi en rif­in um 1960.

„Mjólk­ur­bús­húsið nýja verður sann­kölluð mat­höll. Alls verða þrett­án hús í þess­um fyrsta hluta miðbæj­ar­ins. Níu af þeim hafa verið reist en fjög­ur eru ým­ist í smíðum eða haf­ist verður handa um bygg­ingu þeirra á næstu vik­um.

Verk­efnið er allt á áætl­un og okk­ur miðar vel áfram í þessu starfi. Ég trúi að miðbær­inn muni skapa Sel­foss­bæ og heima­fólki þar al­veg ný tæki­færi til marg­vís­legr­ar þró­un­ar og at­vinnu­sköp­un­ar.

Tæki­fær­in eru óþrjót­andi,“ sagði Leó Árna­son fram­kvæmda­stjóri Sig­túns í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is