Tilboð opnuð 11. ágúst 2015. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í endur- og nýlögn Strandavegar (643) frá Drangsnesvegi utan Hálsgötu á Selströnd í Steingrímsfirði að heimreið að Svanshóli í Bjarnarfirði. Lengd útboðskaflans er 7,35 km.
Helstu magntölur eru:
Skering 150.000 m3
– þar af í berg 60.000 m3
Fylling, farg meðtalið 163.000 m3
Neðra burðarlag 29.200 m3
Efra burðarlag 11.900 m3
Tvöföld klæðing 52.700 m2
Frágangur á fláum 161.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september 2017.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Skagfirskir verktakar ehf., Sauðárkróki | 413.310.000 | 147,0 | 75.330 |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 337.980.000 | 120,2 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 281.203.000 | 100,0 | -56.777 |