Home Fréttir Í fréttum Jarðvegsvinna hafin í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum

Jarðvegsvinna hafin í botni Friðarhafnar í Vestmannaeyjum

177
0
Ljósmynd: Eyjar.net/TMS

Jarðvegsvinna er nú hafin í botni Friðarhafnar. Þar á að byggja fiskvinnslu og mun hún standa við Strandveg 104. Jafnframt verða á fimmta tug bílastæða á lóðinni. Þá mun vegurinn breytast og færast vestar.

<>

Í lýsingu á starfseminni segir að byggja eigi fiskvinnslu fyrir vinnslu á ýmsum fiskafurðum. Við vinnslu er gert fyrir allt að 70 manns á vakt, 35 karlar og 35 konur.

Afurðum verður keyrt inn í hús um móttökuplan. Afurðir verða hreinsaðar, pakkaðar og frystar eða kældar eftir þörfum.

Frosnum afurðum er pakkað á trébrétti og þau geymd í frystigeymslu. Kældum vorum er pakkað í frauðplast og geymd í kæli. Útskipun fer fram á móttökuplani.

Í húsinu er tæknirými þar sem eru kælipressur og amoníaksgeymar, rými fyrir loftpressur og annan búnað tengdan vinnslu. Skrifstofa vinnslunar ásamt kaffistofu og búningsklefa starfsfólks er á annari hæð. Gert er ráð fyrir 6-8 manns á skrifstofu.

Í þakrými er loftræsirými og létt geymsla. Vinnsluvatn fer í gegnum hreinsivirki þar sem fita og föst efni eru skilin frá vatninu, skv. viðauka III reglugerðar 789/1999, áður en það fer í frárennsli. Sorp verður meðhöndlað samkvæmt reglugerð um meðhöndlun úrgangs og eru gámar fyrir lokkað sorp á móttöku plani.

Utan lóðar eru 42 stæði, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða. Sótt verður um starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. segir í lýsingunni.

Heimild: Eyjar.net