Til stendur að rífa hús í Hafnarbyggð 16 á Vopnafirði sem hannað var af Sigvalda Thordarson arkitekt. Samþykkt var deiliskipulagsbreyting þess efnis á sveitarstjórnarfundi nýverið.
Fulltrúar minnihluta úr Samfylkingu settu sig upp á móti breytingunni í bókun og vilja að húsinu sé fengið nýtt hlutverk í ljósi þess að um menningarverðmæti sé að ræða þar sem byggingin sé „menningarvarða um horfinn listamann“.
Fimm manna meirihluti Framsóknarflokks og Ð-lista Betra Sigtúns samþykkti breytingarnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Húsið stendur á svæði þar sem Brim hefur starfsemi og er talið hafa áhrif á aðkomu starfsmanna að vinnustaðnum.
Heimild: Mbl.is