Grindavíkurbær hefur að undanförnu unnið að hönnun á viðbyggingu við Hópsskóla, sem er 2. áfangi.
Byggingarnefnd hefur unnið að verkefninu með hönnuðum, í samráði við stjórnendur grunnskólans.
Um er að ræða 1.100 m² byggingu á einni hæð auk þess verður kjallari undir hluta byggingar.
Í viðbyggingu verða m.a. fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum stofum fyrir textílmennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði.
Viðbyggingin mun tengjast núverandi skóla að austanverðu og byggjast til suðurs, í átt að Hópinu.
Hönnun er á lokastigi og verður verkið boðið út í sumar. Hönnuðir eru Kollgáta og VSÓ ráðgjöf.
Heimild: Grindavik.is