Home Fréttir Í fréttum Sögu­fræg­ar bygg­ing­ar eiga á hættu að hrynja

Sögu­fræg­ar bygg­ing­ar eiga á hættu að hrynja

129
0
Vinnu­menn kanna ástand Sur­sock-safns­ins, sem fór illa út úr spreng­ing­unni. All­ir glugg­ar bygg­ing­ar­inn­ar brot­unuðu. AFP

Unesco, menn­ing­ar­mála­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna, var­ar við því að um 60 sögu­fræg­ar bygg­ing­ar í Líb­anon eigi á hættu að hrynja eft­ir spreng­ing­una í höfuðborg­inni Beirút í síðustu viku.

<>

Áhrifa spreng­ing­anna gæt­ir um alla borg og misstu um þrjú hundruð þúsund manns heim­ili sitt.

Mest voru áhrif­in í hverf­un­um Gem­m­ayzeh og Mar-Mik­hael, sem bæði eru steinsnar frá höfn­inni þar sem 2.700 tonn af amm­ón­íum-nítrati sprungu í yf­ir­gef­inni vöru­skemmu.

Meðal bygg­inga sem þarfn­ast brýns viðhalds eru Þjóðminja­safnið í Beirút, Forn­leif­a­safn am­er­íska há­skól­ans í Beirút og Sur­sock-safnið.

Önnur mynd úr Sur­sock-safn­inu. AFP

„Unesco heit­ir því að leiða viðbrögð á sviði menn­ing­ar, en þau verða að vera þátt­ur í víðtækri end­urupp­bygg­ingu á svæðinu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ener­ste Ott­one, aðstoðarfram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­mála hjá Unesco. Mik­il­vægt væri að ráðast í fram­kvæmd­ir til að tryggja að bygg­ing­ar væru vatns­held­ar áður en haustrign­ing­ar­tíma­bilið hefst.

Sarkis Khory, yf­ir­maður forn­leifa­deild­ar í menn­ing­ar­málaráðuneyti Líb­anon, sagði á fjar­fundi með full­trú­um Unesco fyrr í vik­unni að 8.000 bygg­ing­ar hið minnsta hefðu farið illa út úr spreng­ing­unni. „Meðal þeirra eru 640 sögu­fræg­ar bygg­ing­ar, þar af um 60 sem eiga á hættu að hrynja.“ Viðhaldi sögu­legra bygg­inga í borg­inni hef­ur lengi verið ábóta­vant og hafa voru áhyggj­ur af ástandi þeirra þegar til staðar, áður en spreng­ing­in varð.

Heimild: Mbl.is/ AFP