Home Fréttir Í fréttum Flytja starf­sem­ina vegna borg­ar­línu

Flytja starf­sem­ina vegna borg­ar­línu

323
0
Ein­inga­verk­smiðjan hef­ur verið á Breiðhöfða síðan fyr­ir alda­mót. Ljós­mynd/​Ein­inga­verk­smiðjan

Ein­inga­verk­smiðjan ehf. flyt­ur á næstu 1-2 árum alla starf­semi sína úr Breiðhöfða 10 til Þor­láks­hafn­ar. Sig­ur­björn Óli Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, seg­ir að þetta sé gert vegna þess að lóðin á að vera nýtt und­ir stoppistöð borg­ar­lín­unn­ar, sem verður á horni Breiðhöfða og Stór­höfða.

<>

Eig­end­ur lóðar­inn­ar, sem Ein­inga­verk­smiðjan hef­ur haft á leigu um ára­tuga­bil frá stofn­un 1994, upp­lýstu fyr­ir­tækið um að þess­ar breyt­ing­ar stæðu til á svæðinu, sem yrðu þess vald­andi að það þyrfti að flytja starf­semi sína.

Þetta er mjög pláss­frek starf­semi og hús­næðið um 3.500 fer­metr­ar.

„Það er auðvitað mjög erfitt að fara af markaðssvæðinu okk­ar, sem er stóra Reykja­vík­ur­svæðið. En við erum með starf­semi sem krefst mik­ils útipláss og lag­erpláss og það eru ekki marg­ar einkalóðir fyr­ir slíkt í Reykja­vík,“ seg­ir Sig­ur­björn við mbl.is.

Sig­ur­björn Óli Ágústs­son, fram­kvæmda­stjóri Ein­inga­verk­smiðjunn­ar. Ljós­mynd/​Ein­inga­verk­smiðjan

Hann kveðst ekki viss um að starf­sem­in hefði verið til lengd­ar áfram á svæðinu jafn­vel þó að borg­ar­lín­an hefði ekki komið til. „Ég er ekki viss. Það er búið að vera að kaupa upp lóðirn­ar á Höfða núna í gegn­um tíðina fyr­ir aðra starf­semi, þannig að þetta er bara end­ur­nýj­un sem á sér stað. Maður get­ur skilið það,“ seg­ir Sig­ur­björn.

Ánægja með Ölfus

Sig­ur­björn seg­ir góðan hug í starfs­fólk­inu um að fylgja fyr­ir­tæk­inu á Þor­láks­höfn. „Ég held að menn setji þetta ekki rosa­lega mikið fyr­ir sig. Það er ein heiði þarna á milli, þetta er ekki lang­ur akst­ur,“ seg­ir hann.

„Sveit­ar­fé­lagið Ölfus hef­ur tekið mjög vel á móti okk­ur og sýnt mikla vel­vild til að taka við fyr­ir­tæki eins og okk­ar. Það hef­ur út­hlutað okk­ur hag­kvæmri lóð þar sem er nægj­an­legt pláss fyr­ir okk­ur til framtíðar og enn frek­ari stækk­un­ar­mögu­leik­ar. Við erum spennt­ir, enda sjá­um við líka tæki­færi í að koma nær þessu markaðssvæði sem Suður­land er,“ seg­ir Sig­ur­björn.

Á gatna­mót­um Breiðhöfða og Stór­höfða, sem hafa verið kölluð Kross­mýr­ar­torg, rís ein kjarna­stöðva borg­ar­lín­unn­ar, nýs al­menn­ings­sam­gangna­kerf­is í Reykja­vík. Hún á að hafa teng­ingu við Voga­byggð til vest­urs og lína ligg­ur svo í Grafar­vog um Gull­in­brú, Fjall­konu­veg, Lang­arima að Spöng. Þá ligg­ur lína frá Breiðhöfða um Keldna­svæðið og í gegn­um miðsvæði við Blikastaðaveg í átt til Mos­fells­bæj­ar, seg­ir í grein­ar­gerð um borg­ar­línu frá 2017.

Heimild: Mbl.is