F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Klambratún 2020 – Áfangi 1, útboð nr. 14911
Um er að ræða lagfæringu göngustíga á Klambratúni, gerð hjólastólaramps frá Kjarvalsstöðum niður að torgi og yfirborðsfrágangs vestan megin Kjarvalsstaða.
Verkið felst í gerð stíga og undirvinnu og yfirborðsfrágangi ásamt lagningu snjóbræðslu, gerð stálhandriðs og uppsetningu lýsingar og meðfylgjandi lagna.
Helstu magntölur eru:
- Uppúrtekt, efni á tipp : 1350 m3
- Grúsarfylling : 1200 m3
- Upptaka á yfirborðsefnum : 1350 m2
- Hellulögn : 1180 m2
- Malbik : 1225 m2
- Snjóbræðslulagnir : 2160 m
- Stálhandrið, corten stál : 92m
- Jarðvinna vegna raflagna : 320 m
- Ljósastólpar : 12 stk.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00, þann 27. júlí 2020, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 10. ágúst 2020.