Vinna við gerð göngu- og hjólabrúar í Norðlingaholti er hafin á ný.
Niðurstaðan eftir deilur milli verktaka og verkkaupa er sú að þrátt fyrir að vinna við steypu á brúnni hafi ekki verið eins og ætlast var til þá sé mannvirkið fullkomlega öruggt. „Brúin verður „spennt upp“ í dag og farið verður að fjarlægja mótaundirslátt eftir helgi. Það er svo gert ráð fyrir að hægt verði að taka brúna í notkun upp úr miðjum september.“
Heimild: Visir.is