Home Fréttir Í fréttum Verkís tek­ur þátt í risa­verk­efni í Nor­egi

Verkís tek­ur þátt í risa­verk­efni í Nor­egi

168
0
Risa­stórt jarðlest­ar­verk­efni er að fara af stað við Fornebu-flug­völl­inn við Ósló.

Verkís mun sjá um óháða rýni á hönn­un og fram­kvæmd­um vegna Fornebu­ban­en, stærsta neðanj­arðarlest­ar­verk­efn­is í Nor­egi í seinni tíð.

<>

Er áætlaður heild­ar­kostnaður um 225 millj­arðar króna.

Magnús Skúla­son, viðskipta­stjóri og verk­fræðing­ur hjá Verkís, seg­ir það sér­lega ánægju­legt fyr­ir Verkís að hafa fengið tæki­væri til að vinna við þetta risa­verk­efni.

Hlut­ur Verkís sé tölu­verður og hafi auk­ist eft­ir því sem lengra hef­ur liðið frá útboðinu.

Á næstu sex árum verða 8-10 starfs­menn Verkís að jafnaði í þessu, flest­ir hér á landi en einnig unnið í sam­starfi við dótt­ur­fé­lag Verkís í Nor­egi.

Við höf­um ekki séð mikið af stór­um verk­efn­um hér á landi síðustu ár, en Norðmenn hafa sett auk­inn kraft í jarðganga­gerð, vega­gerð og bygg­ing­ar.

Verk­efn­um okk­ar í Nor­egi hef­ur fjölgað tölu­vert og nóg verið að gera hjá dótt­ur­fé­lagi okk­ar,“ seg­ir Magnús, í um­fjöll­un um mál þetta í Morgn­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is