Home Fréttir Í fréttum 30.06.2020 Vestfjarðavegur (60) um Bjarnardalsá við Tröð

30.06.2020 Vestfjarðavegur (60) um Bjarnardalsá við Tröð

283
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í nýbyggingu vegkafla á Vestfjarðavegi (60) í Bjarnadal ásamt gerð nýrrar brúar á Bjarnadalsá.

<>

Nýr vegkafli á Vestfjarðavegi 60 verður um 1,8 km langur, 8 m breiður með 3,5 m breiðum akreinum og 0,5 m breiðum öxlum. Ný brú yfir Bjarnadalsá verður 23 m löng eftirspennt plötubrú í einu hafi á steyptum undirstöðum.

Vegagerð.

Helstu magntölur eru:

Fylling úr skeringum 30.000 m3
Bergskeringar 9.000 m3
Ræsalögn 200 m
Styrktarlag 10.000 m3
Burðarlag 2.600 m3
Klæðing, tvöföld 15.000 m2
Vegrið, uppsetning 700 m
Brú á Bjarnadalsá. Helstu magntölur eru:

Brúarvegrið 56 m

Gröftur 1.400 m3
Mótafletir 900 m2
Steypustyrktarstál 44 tonn
Spennt járnalögn 4 tonn
Steinsteypa 380 m3
Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 15 . júní 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. júní 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.