Home Fréttir Í fréttum Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir

Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir

208
0
Skjáskot af Ruv.is Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV

Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.

<>

Sjávarflóð á norðanverðu landinu voru óvenju mikil og tíð í vetur og miklar skemmdir urðu á sjóvarnargörðum á Sauðárkróki í óveðrinu í desember.

Samkvæmt nýlegri skýrslu hafnadeildar Vegagerðarinnar þarf að hækka garðana töluvert til að afleiðinga flóða eins og þeirra í vetur gæti aðeins á 10-30 ára fresti en ekki árlega eins og annars er hætta á.

Varnargarðarnir eru tveir, annars vegar á norðanverðri Skarðseyrinni, hins vegar við Strandveginn. „Þeir voru bara of lágir, veðurfar er að breytast og sjólag sömuleiðis,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði.

800 rúmmetrar og vatnsdýpt tæpur metri
Það flæddi þrisvar sinnum yfir garðana í vetur. Að meðaltali gengu um 800 rúmmetrar af sjó á land í veðrunum og vatnsdýpið var mest um 0,75 metrar.

„Ástæður sjávarflóðanna má rekja til samspils vonskuveðurs, hárrar úthafsöldu, vinds, lágs loftþrýstings og hárra sjávarfalla,“ segir í skýrslunni.

Samkvæmt henni þarf að hækka sjóvörnina á Skarðseyri um tæpan metra og vörnina við Strandveginn um 40-60 cm.

Lagað fyrir fyrstu haustlægðina
Sigfús Ingi segir fjármagn fyrir lagfæringar á Skarðseyrinni tryggt. Framkvæmdin kostar allt að 50 milljónir og er á vegum Vegagerðarinnar og sveitarfélagsins.

„Eftir upplýsingum frá Vegagerðinni þá skilst okkur að það eigi að fara í útboð síðsumars og framkvæmdir fyrir haustið hér við Skarðseyrina,“ segir hann.

Hann hafi hins vegar áhyggjur af lagfæringum við Strandveginn þar sem ekki hafi verið sagt nákvæmlega hvenær þær framkvæmdir hefjist;

„það er gríðarlegt áherslumál hjá okkur að það verði farið í þær framkvæmdir. Í raun var búið að lofa okkur því að þessu yrði lokið á árinu og við treystum að það verði staðið við það,“ segir Sigfús Ingi.

Strandvegurinn ekki lagfærður í ár
Strandvegurinn er á ábyrgð Vegagerðarinnar og er áætlaður kostnaður við lagfæringar þar á milli 200 og 250 milljónir, enda garðurinn töluvert lengri.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni fara viðgerðir við Strandveginn fram á næsta ári. Ekkert tjón hafi orðið vegna flóðanna þar og þó laga þurfi sjóvörnina á stórum kafla sé verkefnið ekki jafn aðkallandi og viðgerðir á Skarðseyrinni.

sEinnig var vitað nákvæmlega hvað þyrfti að gera við á Skarðseyrinni, Strandveginn þurfi að skoða betur.

Heimild: Ruv.is