Strandabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Hólmavík – Endurbygging stálþils 2020“.
Helstu verkþættir og magntölur eru:
- Reka niður 41 tvöfalda stálþilsplötu af gerð AZ 18-10/10.
- Ganga frá stagbita og stögum.
- Steypa 10 akkerissplötur.
- Steypa um 51 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.
- Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 1,300 m³.
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2020. Framkvæmdir geta ekki hafist fyrr
en 7. júní 2020.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudaginn 23. mars 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þiðjudaginn 14. apríl 2020.
Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.