Stjórn Sorpu bs. fékk á þriðjudag andmæli Björns H. Halldórssonar framkvæmdastjóra við skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sem gerð var eftir að í ljós kom að 1,4 milljarða króna vantaði inn í áætlanir Sorpu.
Framkvæmdastjórinn er ekki við störf að ósk stjórnarinnar. Stjórnin fór yfir andmæli framkvæmdastjórans á fundi á föstudaginn.
Ákveðið var að skoða þau nánar áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið. Það gæti orðið í vikunni, sagði Líf Magneudóttir fulltrúi borgarinnar í stjórn við Fréttastofu í hádeginu.
Heimild: Ruv.is