F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Vogabyggð 2. Súðarvogur – Kuggavogur, gatnagerð og lagnir, útboð nr. 14684
Um er að ræða annan áfanga heildarframkvæmda við gerð gatna, gangstétta og lagna á svæðinu.
Verkið felst í megindráttum í framkvæmdum á eftirfarandi framkvæmdarsvæðum:
– Gerð nýrrar götu í Súðarvogi milli Tranavogs og Kuggavogs og fullnaðarfrágangi stofnlagna í götustæði.
– Fullnaðarfrágangi veitulagna í gangstéttarstæði vestanvert.
– Yfirborðsfrágangi vestan megin nýrrar götu ásamt fullnaðarfrágangi götulýsingar báðum megin götunnar á þessum kafla.
– Aðlögun núverandi yfirborðs austan megin nýrrar götu við nýtt götuyfirborð
– Fullnaðarfrágangur gangstéttar og götulýsingar framan við nýbyggingu að Kuggavogi 1.
– Fullnaðarfrágangur strengja í komandi gangstéttarstæði norðan við götuhluta Súðarvogs milli Dugguvogs og Kuggavogs.
– Fullnaðarfrágangur heimæðar rafmagns að Kuggavogi 2 í syðra gangstéttarstæði.
Verkið felst í megindráttum í eftirfarandi:
– Rif og förgun á malbiki og steyptri stétt og kantsteini auk niðurtekt núverandi ljósastaura.
– Uppgreftri fyrir götu- og gangstéttastæðum.
– Fullnaðarfrágangur fyllinga undir nýjar götur og gangstéttastæði.
– Fullnaðarfrágangur stofnlagna ofanvatns, skolps og vatns í götustæði.
– Fullnaðarfrágangur götulýsingar við Súðavog og Kuggavog.
– Fullnaðarfrágangur hitaveitu, raflagna og stýristrengja í gangstéttarstæði.
– Fullnaðarfrágangur púkklags ofan á nýja fyllingu undir malbik.
– Fullnaðarfrágangur á neðra malbikslagi ofan á púkkmulning í götustæðum.
– Fullnaðarfrágangur kantsteins auk gangstéttaryfirborðs við Súðavog og Kuggavog.
Helstu magntölur verksins eru:
Byggingagirðing: 250 m
Upprif á malbiki: 2.800 m²
Upprif á steyptu yfirborði og hellum: 800 m²
Losun klappar: 700 m³
Uppgröftur og brottakstur: 2.000 m³
Malarfylling: 1050 m³
Púkkmulningur: 1.200 m²
Malbikun: 1.500 m²
Hellulögn: 1.725 m²
Forsteyptur kantsteinn: 250 m
Staðsteyptur kantsteinn: 250 m
Tré 175-250 cm: 5 stk
Runnar: 25 stk
Fjölæringar: 130 stk
Fráveitulagnir: 325 m
Brunnar: 5 stk
Vatnslagnir: 275 m
Regnbeð: 7 stk
Ljósastaurar 5m: 22 stk
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 12:00 þann 12. nóvember 2019.
Smellið á íslenska fánann til að fá útboðsvefinn upp á íslensku.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“ eða „Nýskráning“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupaskrifstofu. Fyrirspurnir sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 27. nóvember 2019.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupaskrifstofu 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is