Ríkiskaup f.h. Nýs Landspítala ohf. óskar eftir umsóknum um þátttökurétt í útboði á uppsteypu meðferðarkjarna, sem verður hluti af nýjum Landspítala við Hringbraut í Reykjavík.
Hér er um að ræða opið forval sem er auglýst í stjórnartíðindum Evrópusambandsins. Að loknu forvali mun verkkaupi velja fyrirtæki úr hópi umsækjenda til þátttöku í lokuðu útboði.
Óskað er eftir umsóknum frá aðilum (einum eða fleiri í samstarfi) sem geta tekið að sér allt verkið en einnig frá aðilum, sem telja sig geta unnið ákveðinn hluta þess.
Í forvalsgögnum eru skilgreind skipting á umfangi sem umsóknir aðila skulu miðaðir við (áfangaskipting).
Nánari upplýsingar er að finna í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.
Leiðbeiningar varðandi kerfið má nálgast á heimasíðu Ríkiskaupa.