Skýrsla Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn hér á landi kom út í dag. Þar kennir ýmissa grasa.
Að meðaltali hafa einungis um 300 íbúðir komið inn á markaðinn í Reykjavík á ári, frá og með árinu 2008. Meðalfjölgun íbúða fyrir þann tíma og aftur til 1972 eru um 660 íbúðir árlega, eða rúmlega tvöfalt fleiri íbúðir.
Hinsvegar eru fullbyggðar íbúðir sem hafa komið inn á markaðinn að meðaltali á ári hverju í núverandi uppsveiflu einungis um 950, eða um 21% undir langtímameðaltali og 38% undir meðaltali í síðustu uppsveiflu.
Byggingartími alrei lengri -Mest í Reykjavík
Þá er hlutfall fullgerðra íbúða (af íbúðum í byggingu) aðeins 38% í núverandi uppsveiflu samanborið við 58% í síðustu uppsveiflu og hefur byggingartími aldrei verið lengri en nú.
Hlutfall fullgerðra íbúða (af íbúðum í byggingu) var lægra í Reykjavík (32%) en almennt á höfuðborgarsvæðinu í núverandi uppsveiflu (38%) og hægagangur í byggingaferlinu því meiri í Reykjavík en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Langtímameðaltal fjölda íbúða í byggingu er 2.300 íbúðir.
Talning Samtaka iðnaðarins (SI) gerir ráð fyrir um 5.000 íbúðum í byggingu. SI gerir ráð fyrir því að 2.265 íbúðir verði fullkláraðar á hverju ári á tímabilinu frá 2019-2022.
Nemur það næstum tvöföldun (90% fjölgun) miðað við langtímameðaltal.
Þá spáir Íslandsbanki að raunverð íbúða standi í stað til ársins 2021.
Heimild: Dv.is