Home Fréttir Í fréttum 22.10.2019 Búðardalur – Sjóvörn við Ægisbraut og efnisvinnsla 2019

22.10.2019 Búðardalur – Sjóvörn við Ægisbraut og efnisvinnsla 2019

357
0
Mynd: Budardalur.is

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sjóvörn á Búðardal og efnisvinnslu. Verkið felst í byggingu sjóvarnar við Ægisbraut, lengd sjóvarnar eru um 200 m og efnisvinnslu á grjóti og kjarna.

<>

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 1.800 m3
Upptekt og endurröðun grjóts um 600 m3
Efnisvinnsla grjót og sprengdur kjarni um 1.800 m3

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með mánudeginum 7. október 2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 22. október 2019.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu, heildartilboðsupphæð og hvort tilboð sé sett fram sem frávikstilboð.