Home Fréttir Í fréttum Turn­arn­ir senn sett­ir upp

Turn­arn­ir senn sett­ir upp

250
0
Herjólf­ur á leið úr Land­eyja­höfn. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Áformað er að raf­hleðslut­urn­ar fyr­ir Vest­manna­eyja­ferj­una Herjólf verði sett­ir upp í Eyj­um og Land­eyja­höfn í næstu viku.

<>

Skipið er í dag knúið dísil­vél­um sem þó hafa tvinn­mögu­leika, það er að raf­magn get­ur við ákveðnar aðstæður komið inn sem afl­gjafi skips­ins. Stefn­an er þó sú að ferj­an verði knú­in raf­magn­inu einu í framtíðinni, seg­ir í frétt á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Raft­urn­inn sem sett­ur verður upp í Eyj­um er kom­inn þangað en grip­ur­inn sem fer í Land­eyj­arn­ar verður send­ur aust­ur í dag, sagði Greip­ur Gísli Sig­urðsson, raf­magns­verk­fræðing­ur hjá Vega­gerðinni, í Morg­un­blaðinu í dag.

Þegar upp­setn­ingu turn­anna er lokið tek­ur við ýmis tækni­vinna jafn­framt því sem skip­stjór­arn­ir þurfa æf­ingu í að tengja skipið hleðslu­staur­un­um. Allt ætti að verða til­búið um mánaðamót októ­ber og nóv­em­ber.

Heimild: Mbl.is