Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Þverárfjallsvegur (73) um Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá, hönnun

Opnun útboðs: Þverárfjallsvegur (73) um Refasveit og Skagastrandarvegur (74) um Laxá, hönnun

500
0
þverárfjallsvegur Mynd: hedinsfjordur.is

Fyrri opnunarfundur tilboða í for- og verkhönnun Þverárfjallsvegar (73) um Refasveit og  Skagastrandarvegar (74) um Laxá.

<>

Um er að ræða:

  •    Um 11,8 km stofn- og tengivegi (8,5 km á Þverárfjallsvegi og 3,3 km á Skagastrandarvegi).
  •    Tíu minni vegtengingar/heimreiðar, samtals um 4,5 km.
  •    Þrenn vegamót við stofn- og tengivegi
  •    Þrjú búfjárræsi
  •    Eftirlitsstaður til umferðareftirlits

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Forhönnun skal lokið fyrir 10. janúar 2020 og verkhönnun skal lokið fyrir 15. maí 2020

Lesið var upp hverjir skiluðu inn tilboðum en á síðari opnunarfundi, sem verður þriðjudaginn 27. ágúst  2019 kl. 14:15, verða lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Bjóðandi
Efla hf., Reykjavík
Mannvit hf., Kópavogi
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík
Verkfræðistofa Bjarna Viðarssonar ehf, Kópavogi
Hnit Verkfræðistofa hf., Reykjavík
Verkís hf., Reykjavík