Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) – Brú á Kvíá, brúarsmíði

Opnun útboðs: Hringvegur (1) – Brú á Kvíá, brúarsmíði

285
0
Kvíá í Öræfum Mynd: Mbl.is

Tilboð opnuð 16. júlí 2019. Smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Brúin er 32 m löng í einu hafi. Landstöplar nýrrar brúar eru steyptir, grundaðir á boruðum stálstaurum innfylltum með steypu. Yfirbygging brúar samanstendur af lokuðum stálbitum með steyptu gólfi.

<>

Helstu magntölur eru:

Grjótvörn 564 m3
Boraðir stálstaurar 624 m
Vegrið 68 m
Gröftur 1.250 m3
Fylling við steypt mannvirki 9.000 m3
Mótafletir 1.242 m2
Steypustyrktarstál 44,7 tonn
Steypa 374,4 m3
Forsteyptar plötur 28 stk.
Stálvirki 56,3 tonn
Ryðvörn 336,7 m2

Verkinu skal lokið 20. janúar 2020.

Engin tilboð bárust.