F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í:
Vogabyggð 1, fyrsti áfangi 2019. Gatnagerð og lagnir. Útboð nr. 14612.
Um er að ræða fyrsta áfanga heildarframkvæmda við gerð gatna, gangstétta og lagna á svæðinu. Verkið felst í megindráttum í færslu á neðri hluta Kleppsmýrarvegar og færslu stofnlagna í götustæði.
Verktaki skal rífa núverandi yfirborð í komandi götustæði, jarðvegsskipta undir nýrri legu götu, færsla stofnlagna fráveitu og kaldavatns í nýtt götustæði, ganga frá yfirborði með púkkmulningi undir malbik.
Jafnframt þessu skal verktaki ganga frá hitaveitulögn í gangstéttastæði meðfram Kleppsmýrarvegi ásamt nýtti gatnalýsingu og helluleggja gangstétt.
Helstu magntölur eru:
Byggingagirðing 150 m
Upprif á malbiki 1.600 m²
Upprif á steyptu yfirborði og hellum 220 m²
Losun klappar 1.000 m³
Uppgröftur og brottakstur 9.050 m³
Malarfylling 2.800 m³
Púkkmulningur 3.470 m²
Malbikun 2.800 m²
Hellulögn 40x40cm 490 m²
Þökulögn 550 m²
Fráveitulagnir 225 m
Brunnar 5 stk
Vatnlögn, ø110-ø315mm 215 m
Hitaveitulagnir 205 m
Jarðstrengir 700 m
Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is – frá kl. 10:00, miðvikudaginn 17. júlí 2019. Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 1. ágúst 2019.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is