Landsvirkjun efnir til forvals um þátttöku í áætluðu útboði sem snýr að framleiðslu
vél- og rafbúnaðar við stækkun Búrfellsvirkjunar, samkvæmt forvalsgögnum nr. 20194.
Verkefnið felst í hönnun, smíði, uppsetningu og gangsetningu á einni 100 MW vélarsamstæðu ásamt tengdum búnaði.
Áætlað er að framkvæmdir geti hafist fyrri hluta árs 2016 og að raforkuframleiðsla hefjist í apríl 2018.
Landsvirkjun áætlar að útboðsgögn vegna verksins verði tilbúin til afhendingar í september 2015. Þeir tilboðsgjafar sem uppfylla kröfur í forvali fá afhend útboðsgögn.
Umsóknum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík eigi síðar en
kl. 12:00 þriðjudaginn 14. júlí 2015 þar sem þau verða opnuð sama dag kl. 14:00 og verða nöfn umsækjenda lesin upp að viðstöddum þeim sem þess óska.