Home Fréttir Í fréttum Danirnir settu „sænska dínamítið“ á sinn stað í strompinum

Danirnir settu „sænska dínamítið“ á sinn stað í strompinum

395
0
Mynd: Hjalti Sig/Skagafrettir.is

Það styttist í að danskir sprengjusérfræðingar felli Sementsstrompinn á Akranesi.

<>

Gert er ráð fyrir að fella strompinn, sem er um 70 metra hár, rétt eftir hádegi föstudaginn 22. mars 2019.

Í dag var unnið hörðum höndum við að setja sprengiefni fyrir á réttum stöðum í strompinum.

Myndirnar tók Hjalti Sig í dag úr dróna sem var í um 25-30 metra hæð.

Eins og áður segir verður strompurinn felldur kl. 12:15 og verður hægt að sjá atburðinn í beinni útsendingu á skagafrettir.is – eða á fésbókarsíðunni skagafrettir.is.

Dínamít er sprengiefni sem sænski efnafræðingurinn Alfred Nóbel (1833-1896) fann upp árið 1867.

Faðir Alfreds, Immanuel, var byggingarverkfræðingur í Stokkhólmi en þaðan fékk Alfred áhuga sinn á að finna upp öruggari og skilvirkari leið við sprengingar í byggingariðnaðinum en áður hafði tíðkast.

Heimild: Skagafrettir.is