Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Leikskólinn Eyrarskjól viðbygging: Samið við Gömlu spýtuna ehf

Leikskólinn Eyrarskjól viðbygging: Samið við Gömlu spýtuna ehf

224
0
Mynd: BB.is

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samið verði við Gömlu spýtuna ehf um viðbyggingu og endurbætur í Eyrarskjóli.
Byggja á nýja deild og milligang við leikskólann ásamt því að gera endurbætur á núverandi húsnæði.

<>

Verkið var boðið út og tilboð opnuð 5. mars. Fjögur tilboð bárust og var tilboð Gömlu spýtunnar lægst eða 225,2 milljónir króna.

Kostnaðaráætlun er 190 milljónir króna.
Önnur tilboð voru frá Heiðarfelli ehf 281,2 milljón kr., Flísin ehf 228,8 milljónir króna og Einar Byggir ehf 226,6 milljónir króna.

Heildarkostnaður við verkið verður 240 milljónir króna og fellur kostnaðurinn til á þessu og næsta ári, 180 milljónir króna 2019 og 80 milljónir króna 2020.

 

Heimild: BB.is