Home Fréttir Í fréttum Hið op­in­bera fer á fullt í fram­kvæmd­um

Hið op­in­bera fer á fullt í fram­kvæmd­um

229
0
Op­in­ber­ir fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og sveit­ar­fé­lög kynntu í dag fram­kvæmd­ir fyr­ir tæp­lega 130 millj­arða sem farið verður í á þessu ári. ;ynd: mbl.is/​​Hari

Full­trú­ar tíu op­in­berra stofn­ana, op­in­berra fyr­ir­tækja og sveit­ar­fé­laga kynntu í dag fram­kvæmd­ir fyr­ir sam­tals 128 millj­arða króna sem gert er ráð fyr­ir að ráðist verði í á þessu ári.

<>

Þetta kom fram á Útboðsþingi sem Sam­tök iðnaðar­ins stóðu fyr­ir á Grand Hót­el í dag.

Meðal ann­ars stefna bæði Reykja­vík­ur­borg og Isa­via á fram­kvæmd­ir fyr­ir um 20 millj­arða hvort og miðað við óbreytta sam­göngu­áætlun gæti fjár­fest­ing Vega­gerðar­inn­ar orðið tæp­lega 22 millj­arðar.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður sam­tak­anna, sagði við setn­ingu fund­ar­ins að í fyrra hefði verið árið þar sem menn hefðu verið að und­ir­búa fram­kvæmd­ir og nú liti út fyr­ir að þær færu á fullt skrið.

Sagði hún að miðað við kort­lagn­ingu sam­tak­anna fyr­ir tveim­ur árum væri mik­ill upp­safnaður fjár­fest­inga­vandi bæði í vega­kerfi og frá­veitu meðan orku­fyr­ir­tæki hefðu haldið ágæt­lega á spöðunum.

Hins veg­ar væri á heild­ina hægt að segja að innviðir hefðu verið svelt­ir í 10 ár og skoðunin fyr­ir tveim­ur árum hefði sýnt fram á 370 millj­arða upp­safnaða fjár­fest­ingaþörf.

Þá sagði Guðrún að nú þegar farið væri að draga úr hag­vexti væri Ísland að sigla inn í tíma þar sem gott væri fyr­ir hið op­in­bera til að fara í innviðaupp­bygg­ingu og þannig byggja und­ir framtíðina.

„Þetta end­ur­spegl­ar hvar við erum í hagsveifl­unni“
Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, tók und­ir þessi orð Guðrún­ar í sam­tali við mbl.is.

Sagði hann að svo virt­ist sem op­in­ber­ir aðilar væru að stíga með meiri krafti inn í fram­kvæmd­ir en á síðasta ári, en sem fyrr seg­ir voru kynnt­ar op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir fyr­ir 128 millj­arða í dag.

Í fyrr á Útboðsþingi voru hins veg­ar kynnt­ar fram­kvæmd­ir fyr­ir um 80 millj­arða og er því um 60% aukn­ingu að ræða. „Þetta end­ur­spegl­ar hvar við erum í hagsveifl­unni.

Það er heilt yfir að drag­ast sam­an í hag­kerf­inu og það mynd­ar svig­rúm fyr­ir hið op­in­bera að standa í og fjár­festa í fram­kvæmd­um,“ seg­ir Sig­urður.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður SI og Sig­urður Hann­es­son, fram­kvæmda­stjóri SI. Mynd: Mbl.is

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri nefndi á fund­in­um að borg­in hefði í nokk­ur skipti á und­an­förn­um miss­er­um átt í erfiðleik­um með að fá verk­taka til að bjóða í verk. Þa

ð sama kom fram í orðum Óskars Arn­ar Jóns­son­ar, for­stöðumanns fram­kvæmda­deild­ar Vega­gerðar­inn­ar. Sig­urður seg­ir að mik­il fjár­fest­ing hafi verið hjá einka­geir­an­um und­an­far­in ár, meðal ann­ars í upp­bygg­ingu í ferðaþjón­ustu með hót­el­um og öðrum verk­efn­um og það hafi skapað ákveðinn skort á fram­kvæmdaaðilum.

Nú virðist hins veg­ar vera sem toppn­um sé náð. „Það skap­ar ein­mitt svig­rúm fyr­ir íbúðaupp­bygg­ingu og aðra upp­bygg­ingu á veg­um hins op­in­bera,“ seg­ir hann.

Sig­urður tek­ur þó fram að ekki sé um sömu stöðu að ræða og árið 2008 og bend­ir hann á að þá hafi 16 þúsund launþegar starfað við mann­virkja­gerð.

Í dag séu þeir um 14 þúsund og enn tals­vert um upp­safnaða þörf, t.d. á íbúðamarkaði og við innviði.

Sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu og vega­mál sitja enn á hak­an­um

Þrátt fyr­ir mik­inn fram­kvæmda­hug hjá hinu op­in­bera seg­ir Sig­urður að enn þurfi þó að horfa til nokk­urra mála sem hafi setið á hak­an­um.

Nefn­ir hann þar upp­safnaða viðhaldsþörf í vega­fram­kvæmd­um sem nem­ur um 60-70 millj­örðum.

Sam­kvæmt sam­göngu­áætlun eins og hún ligg­ur fyr­ir núna er áætlað að leggja um 9 millj­arða í viðhald, en það er upp­hæð sem dug­ar fyr­ir áætluðum ár­leg­um viðhaldskostnaði, en ekki til að vinna á upp­söfnuðum vanda.

Seg­ir Sig­urður að líka þurfi að horfa meira á sam­göngu­mál­in á höfuðborg­ar­svæðinu. Þannig hafi íbúa­fjölg­un síðustu fjög­ur ár verið tals­vert um­fram spár og haldi það áfram megi gera ráð fyr­ir enn meiri töf­um í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu á kom­andi árum en þegar er.

Seg­ir hann þetta kalla á að enn meira sé gefið í varðandi sam­göngu­upp­bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu.
Þeir aðilar sem kynntu fram­kvæmd­ir í dag og um­fang verk­efna sem ráðast á í:

 

  • Reykja­vík­ur­borg – 20,0 millj­arðar króna
  • Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu (önn­ur sveit­ar­fé­lög en Reykja­vík) – 16,4 millj­arðar króna
  • Veit­ur – 8,7 millj­arðar króna
  • Lands­virkj­un – 4,4 millj­arðar króna
  • Landsnet – 9,2 millj­arðar króna
  • Orka nátt­úr­unn­ar – 4,4 millj­arðar króna
  • Faxa­flóa­hafn­ir – 2,7 millj­arðar króna
  • Isa­via – 20,5 millj­arðar króna
  • Vega­gerðin – 21,9 millj­arðar króna
  • Fram­kvæmda­sýsla rík­is­ins – 19,7 millj­arðar króna

Sam­tals – 127,9 millj­arðar króna

Heimild: Mbl.is