Home Fréttir Í fréttum 1417 íbúðir fóru í byggingu á metári í Reykjavík

1417 íbúðir fóru í byggingu á metári í Reykjavík

174
0
Víða má finna krana í Reykjavík og sveitarfélögunum í kringum höfuðborgarsvæðið. Mynd: Vísir/Vilhelm

Árið 2018 var stærsta byggingaár í sögu Reykjavíkur. Þetta fullyrðir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í föstudagspistli sínum og segist hafa fengið sent yfirlit þess efnis frá byggingarfulltrúa í morgun.

<>

„Undanfarin þrjú ár, frá 2015-2017 hafa um 900 íbúðir farið í byggingu á hverju ári. Það er mesti fjöldi íbúða þrjú ár í röð. Meðaltalið frá 1972 er um 650 íbúðir á ári en árið 2018 var sannarlega okkar stærsta ár,“ segir Dagur í pistli sínum.

Árið hafi verið stærra en þegar Breiðholtsuppbyggingin stóð sem hæst.

„Árið 1973 var stærsta uppbyggingarárið, þar til nú. Á síðasta ári var hafin smíði á alls 1.417 íbúðum. Þá er ótalið allt það atvinnuhúsnæði sem er í uppbyggingu.“

Heimild: Visir.is