Home Fréttir Í fréttum End­ur­bót­um í Kópa­vogs­kirkju að ljúka

End­ur­bót­um í Kópa­vogs­kirkju að ljúka

498
0
Glugg­ar Gerðar Helga­dótt­ur setja mik­inn svip á Kópa­vogs­kirkju, en þeir voru smíðaðir í Þýskalandi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Senn sér fyr­ir end­ann á end­ur­bót­um sem unnið hef­ur verið að í Kópa­vogs­kirkju frá því í sum­ar. Í vik­unni luku starfs­menn þýska fyr­ir­tæk­is­ins Oidt­mann við að setja upp steinda glugga Gerðar Helga­dótt­ur í kirkj­unni eft­ir viðgerð í Þýskalandi, þar sem þeir voru smíðaðir.

<>

Þá hafa starfs­menn Fag­s­míði unnið við viðgerð á ytra byrði glugg­anna frá júní­byrj­un, úti­lýs­ing verður öfl­ugri en áður, ný raf­magnstafla er kom­in í kirkj­una, unnið hef­ur verið við jarðvegs­fram­kvæmd­ir og málað, svo fátt eitt sé nefnt. Nú er verið að fjar­lægja vinnupalla inn­an úr kirkj­unni.

Sig­urður Arn­ar­son, sókn­ar­prest­ur Kópa­vogs­kirkju, seg­ir að þessi verk­efni hafi verið kostnaðar­söm og áætl­ar að kostnaður verði tals­vert á fjórða tug millj­óna króna. „Við höf­um víða fengið vil­yrði um stuðning,“ seg­ir Sig­urður. End­ur­bót­un­um verður sér­stak­lega fagnað í guðsþjón­ustu á 56 ára vígslu­af­mæli kirkj­unn­ar 16. des­em­ber klukk­an 11.

Heimild: Mbl.is