12. nóv. 2018
Óskað eftir tilboðum lögaðila í 32 íbúða fjölbýlishúsalóð að Hraunskarð 2. Búið er að marka lágmarksverð í lóðina og teljast tilboð undir lágmarksverði ógild.
Tilboð í lóð ásamt öllum fylgigögnum þurfa að berast fyrir kl. 10 mánudaginn 19. nóvember. Sama dag á sama tíma verða tilboðin opnuð.
Tilboð í lóð verða tekin fyrir á bæjarráðsfundi fimmtudaginn 22. nóvember.
Allar nánari upplýsingar um allar lóðirnar er að finna HÉR
Lausar lóðir til úthlutunar í Skarðshlíð
Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir til einstaklinga og lögaðila í fjölskylduvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð.
Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði.
Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið gríðarlegri náttúrufegurð. Um er að ræða einbýlishúsa-, parhúsa-, raðhúsa-, tvíbýlishúsa- og fjölskylduhúsalóðir til einstaklinga og lögaðila.
Einstaklingar ganga fyrir við úthlutun einbýlis- og parhúsalóða. Tveir eða fleiri einstaklingar þurfa að sækja sameiginlega um þær lóðir sem telja fleiri en eina íbúð.
Hjón og sambúðarfólk teljast sem einn einstaklingur.
Sótt er um rafrænt á MÍNAR SÍÐUR
Umsókn um lóð verður tekin fyrir á bæjarráðsfundi þegar öll fylgigögn eru komin.
Heimild: Hafnarfjörður.is